Suðurnesjalína 2 mun stórbæta ástandið...

Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir í samtali við mbl.is að fyrirtækið beri vissulega ábyrgð á rekstri raforkukerfisins, en búnaður eigi það til að bila. Þá sé svo mikilvægt að kerfið sé með innbyggðan sveigjanleika.