Bjarki var markahæstur í riðlakeppninni...

Bjarki Már Elísson lauk riðlakeppninni á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem markahæsti maður mótsins, ásamt hinum danska Mathias Gidsel.

Hornamaðurinn fór á kostum í riðlakeppninni og skoraði 26 mörk. Gidsel skoraði einnig 26 mörk en úr einni tilraun fleiri, 34.

Ísland hafnaði í öðru sæti síns riðils á eftir Portúgölum. Ungverjar fara einnig áfram en Suður-Kórea varð eftir.

Strákarnir okkar hefja leik í milliriðli í dag. Þar verða Grænhöfðaeyjar andstæðingurinn.

Í milliriðlinum mætir íslenska liðið einnig Svíum og Brasilíumönnum.

Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja hefst klukkan 17 í dag og er óhætt að segja að um skyldusigur sé að ræða.

Leikir Íslands í milliriðliÍsland – Grænhöfðaeyjar (klukkan 17 í dag)Ísland – Svíþjóð (Klukkan 19:30 á föstudag)Ísland – Brasilía (Klukkan 17 á sunnudag)

Staðan í milliriðli Íslands1. Svíþjóð – 4 stig (+15)2. Portúgal – 2 stig (+3)3. Ísland – 2 stig (+2)4. Ungverjaland – 2 stig (-5)5. Brasilía – 2 stig (-6)6. Grænhöfðaeyjar – 0 stig (-9)