Í­búa­verð á landinu lækkaði annan mánuðinn í röð...

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í desembermánuði, annan mánuðinn í röð. Bæði sérbýli og fjölbýli lækkuðu í verði á milli mánaða og benda flest gögn til að íbúðamarkaðurinn sé að kólna talsvert. Þetta séu góðar fréttir, meðal annars fyrir verðbólguhorfur.