„Barnið þvingað og borið skelfingu lostið í fang of­beldis­manns“...

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, opnaði sig um samskipti sín við lögregluna á Alþingi í dag er hún tilkynnti umsáturseinelti í Bjarkarhlíð.

Já, er hann óþolinmóður? Spurði lögreglukonan í Bjarkarhlíð þegar ég greindi henni frá því að maðurinn hefði hringt í mig 88 sinnum á fjögurra klukkustunda bili,“ sagði Arndís í upphafi ræðu sinnar.

„Spurning mín laut að því hvort ég gæti kært ofsóknirnar til lögreglunnar hér á landi á landi þrátt fyrir að gerandinn væri staddur erlendis: „Er hann óþolinmóður?“ sagði Arndís á Alþingi í dag.

Arndís sagði það hafi ekki verið fyrr árið 2016 sem heimilisofbeldi gert refsivert á Íslandi. „Það var síðan ekki fyrr en 2021 sem svokallað umsáturseinelti var gert refsivert samkvæmt íslenskum lögum.“

Fyrir það giltu ákvæði um nálgunarbann og brottvísun af heimili. „Sem sjaldan var beitt,“ sagði Arndís.