„Þegar þú lítur á kyn­þátt annars sem búning þá er það menningar­nám“...

Laura Liu, kínverskur fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, hefur harðlega gagnrýnt sýninguna Madama Butterfly sem frumsýnd var í vikunni í Hörpunni. Hún segir sýninguna ýta undir rasískar staðalímyndir og segist hafa fengið mjög dónaleg viðbrögð frá hljómsveitarstjóra.

Hún spyr einnig hvort Íslendingar séu farnir að bjóða upp á „yelloface” á ný, en það er þegar leikari, sem er ekki af asískum uppruna, litar andlit sitt til að leika asískt hlutverk. Slík hefð var einnig algeng meðal hvítra leikara sem léku svört hlutverk með svokölluðu „blackface“. Sú hefð var mjög algeng meðal leikara og grínista á fyrri hluta 20. aldar en hefur verið að mestu leyti verið lögð niður sökum gagnrýni um rasisma.