„Ég hefði geta dáið“...

Það var eftir Ólympíuleikana í Tókýó árið 2021, þar sem Abi Burton var liðsmaður landsliðs Bretlands í rugby, sem henni fannst eitthvað vera að. Liðið rétt missti af verðlaunasæti á mótinu og í kjölfarið tók Abi eftir breytingu í hegðun sinni.

Breytingarnar lýstu sér í því að hún varð meira niðurdregin en áður og fann fyrir orkuleysi. Henni var ávísað þunglyndislyfjum.

„Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar að maður lýsir þessum einkennum er að andlega heilsan sé ekki í lagi,“ segir Abi í viðtali við BBC.