Ný útgáfa Model Y á næsta ári...

Samkvæmt fréttamiðlinum Reuters er Tesla að endurhanna Model Y en breytingin mun eiga sér stað á næsta ári. Er þetta haft eftir þremur mismunandi aðilum hjá Tesla sem ekki vilja láta nafns síns getið, en verkefnið kallast Project Juniper. Verða breytingar gerðar á bæði ytra og innra útliti bílsins ásamt einhverjum tæknibúnaði.