„Það er ugla í hlöðunni!“...

Áhugaljósmyndarinn Julien Jérome Leclercq datt í lukkupottinn fyrir skömmu þegar hann náði fallegum myndum af branduglu skammt frá Hofsósi. Myndirnar tók hann í hlöðu á sveitabænum Hrauni við Sléttuhlíðarvatn þar sem Leclercq starfar. Hann er belgískur og hefur búið hérlendis í fimm ár.