
„Þetta er fullkomlega afgerandi og ótvíræð niðurstaða“...
Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir ánægjulegt að sjá hversu afgerandi niðurstaða atkvæðagreiðslunnar er um miðlunartillögu setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA við Eflingu.
„Þetta er fullkomlega afgerandi og ótvíræð niðurstaða en það sem mér þykir mestu vert er góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni Eflingarmegin sem staðfestir þann málflutning Samtaka atvinnulífsins að félagsfólk Eflingar hafi frá öndverðu viljað greiða atkvæða um SGS samninginn,“ segir Halldór en alls greiddu um 23 prósent félagsfólks um tillöguna.
„Nú er búið að sameina öll SGS félögin í SGS samninginn. SGS samningur fyrir SGS fólk. Það er ánægjuleg niðurstaða,“ segir Halldór en fram hefur komið að lítils háttar breyting var gerð á samningi hvað varðar starfsheiti og launataxta starfsfólks á gististöðum.