
Dregur til tíðinda hjá íslenska landsliðinu...
Landsliðshópur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu fyrir fyrstu leiki liðsins í undankeppni EM verður opinberaður á miðvikudaginn í næstu viku, þetta kemur fram í tilkynningu frá KSÍ.
Liðið á fram undan leiki á útivelli gegn Bosníu-Hersegóvínu og Liechtenstein þann 23. og 26. mars næstkomandi.
Auk þessara liða er Ísland í riðli með Portúgal, Slóvakíu og Lúxemborg.