Hefur aldrei séð jafn lé­­legan leik hjá lands­liðinu: „Sá al­­gjört af­hroð“...

Afleitur sóknarleikur varð íslenska karlalandsliðinu í handbolta að falli er liðið tapaði í gærkvöldi sínum fyrsta leik eftir vonbrigðin sem liðið upplifði á HM. Andstæðingur gærkvöldsins var Tékkland í undankeppni EM, Tékkarnir voru sterkari og unnu að lokum fimm marka sigur 22-17.

Eftir leik voru málin rædd í EM stofunni á RÚV þar sem að fyrrum atvinnu- og landsliðsmennirnir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Logi Geirsson sátu í hlutverki sérfræðinga. Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona RÚV stýrði þættinum.