Loft­á­rásir Rússa valda raf­magns­leysi og margir eru án hita...

Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, segir nóttina hafa verið erfiða en Rússar skutu eldflaugum á nokkrar borgir Úkraínu í nótt.

Árásirnar eru sagðar hafa beinst gegn orkuinnviðum landsins og hafa valdið rafmagnsleysi víða meðal annars í Zaporizhzhia stærsta kjarnorkuveri í Evrópu.

BBC og The Guardian greina frá. Fjöldi látinna hefur ekki verið staðfest.