Sér fyrir sér spinning hjól í smáhýsi með útsýnisglugga...

Það styttist í vorið og margir landsmenn eru orðnir spenntir fyrir því að geta notað garðinn sinn meira með hækkandi sól. Margir eiga sér þann draum að fara í framkvæmdir í garðinum og auka möguleikana á afþreyingu utan dyra með því stækka heimilið út.

Í þættinum Matur og heimili á Hringbraut heimsækir Sjöfn Þórðar landslagsarkitektinn Björn Jóhannsson hjá Urban Beat á vinnustofuna og fær innsýn hvað verður heitast í garða- og palla hönnun í ár. Björn er áhorfendum vel kunnugur og hefur verið á skjánum með Sjöfn þar sem hulunni hefur verið svipt af nokkrum drauma görðum.