
Sex látin í skotárás í Hamburg...
Í það minnsta sex eru látin í skotárás í þýsku borginni Hamburg.
Í Twitter-færslu frá lögreglunni í borginni kemur fram að mikill viðbúnaður sé í Alsterdorf hverfinu en á vef BBC segir að samkvæmt þýskum miðlum hafi skotárásin átt sér stað í miðstöð Votta Jehóva.
Íbúum hverfisins hefur verið ráðlagt að yfirgefa ekki heimili sín á meðan þessu stendur.
Fréttin verður uppfærð.