48 mæður létust í þungun eða ári síðar...

Alls létust 1.600 konur á aldrinum 15-48 ára á árunum 1976 til 2015 hér á landi, þar af 48 í þungun eða á árinu eftir hana. Þetta kemur fram í rannsókn á mæðradauða sem birt er í nýjasta hefti Læknablaðsins.