Arnar biðst afsökunar í söng...

Leikarinn Arnar Dan Kristjánsson biðst afsökunar á að hafa tekið þátt í menningarnámi við uppsetningu óperunnar Madama Butterfly.

„Ég tók þátt í menningarnámi. Mér þykir það sárt.“ skrifar hann í færslu á Facebook-síðu sinni, en þar hefur hann einnig flumflutt lag um fyrirgefningu, sem hann segist hafa samið fyrir mörgum árum og þótt viðeigandi inn í umræðuna.

Arnar segist sjá sig knúinn til að tjá sig um málið og tekur fram að hann sé andsnúinn afstöðu leikstjóra, tónlistarstjóra og listrænum stjórnanda verksins. hann segist ekki ætla að halda áfram að klæða sig í kynþátt annara. Næsta laugardag verði hann án hárkollu, augnmálningar og sem sé til þess fallinn að líkja eftir kynþætti annara.

Sýningin hefur verið áberandi í umræðunni síðustu daga, eftir að Laura Liu, kínversk-amerískur fiðluleikari hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands, gagnrýndi sýninguna Madama Butterfly og sagði hana ýta undir rasískar staðalímyndir