DeSantis sagður ræða um framboð bak við tjöldin...

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er sagður ræða um að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna á bak við tjöldin. Hann er nú á ferðalagi um ríki sem greiða fyrst atkvæði í forvali Repúblikanaflokksins og verið er að smyrja fjáröflunarvél hans.