
Fordæmalaus fundur fornhellis...
Talið er að hellirinn undir Jarðböðunum við Mývatn liggi í 8.000 ára gömlu hrauni.
„Það er í raun fordæmalaust í þessum aðstæðum að hellisop opnist og finnist við byggingarframkvæmdir,“ segir Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
Engir verkferlar eru til um hvernig skuli bregðast við þegar hellir finnst á framkvæmdasvæði. Því er úr vöndu að ráða en Daníel fór í dag niður í hellinn, sem starfsmenn Jarðbaðanna hafa kallað Jarðbaðshelli.
Hellirinn verður kortlagður og verndargildi hans metið.