
Geta ekki staðfest um hvaða flugvél sé að ræða...
Í gær fundust líkamsleifar og flugvélabrak þegar áhöfnin á skipinu Hrafni Sveinbjarnssyni GK-255 voru á veiðum á Reykjaneshrygg.
Úr flugvélabrakinu fundust skrúfur og stélpartur. Ragnar Guðmundsson hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa staðfesti við Fréttablaðið að ekki sé búið að staðfesta um hvaða flugvél sé að ræða en hann grunar um hvaða vél sé að ræða.
Skipið kemur til hafnar eftir tólf daga og verður líkið varðveitt um borð þangað til.