Landsréttur staðfestir frávísun hryðjuverkaákæra: „Veni, vidi, vici“...

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá dómi ákæruliðum héraðssaksóknara er varða tilruanir til hryðjuverka. Frá þessu greinir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars sakbornings hryðjuverkamálsins svokallaða.

„Ég segi nú bara eins og Júlíus Sesar í skilaboðum til senatsins í Róm eftir sigurinn á Farnakes II konungi Pontus í orrustunni við Zela í maí 47 f.K.:Veni, vidi, vici.“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Sakborningarnir tveir eru þó áfram ákærðir fyrir vopnalagabrot og þá er annar þeirra einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot.