Robert Blake er látinn: Morðmál skyggði á glæstan ferill...

Leikarinn Robert Blake er látinn 89 ára að aldri. Hann er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem rannsóknarlögreglumaðurinn Baretta í samnefndum þáttum frá áttunda áratugnum og sem dularfull fígúra í kvikmynd David Lynch, Lost Highway.

Eitt mál skyggði þó á ferill Blake, en árið 2001 var eiginkona hans, Bonnie Lee Bakley, skotin til bana. Hann var ákærður fyrir morðið en sýknaður. Síðar var honum þó gert að greiða börnum eiginkonunnar þrjátíu milljón Bandaríkjadali, sem jafngildir rúmlega fjórum milljörðum króna, vegna málsins.

Í grein BBC um Robert Blake segir að hann hafi verið álitinn einn besti leikari sinnar kynslóðar, en að morðmálið hafi séð til þess að ferill hans náði aldrei fyrri hæðum.

Í tilkynningu frá fjölskyldu Blake segir að hann hafi eitt síðustu stundum sínum í faðmi fjölskyldu og vina.

Líkt og áður segir lék Blake í kvikmyndinni Lost Highway, frá árinu 1997, en þess má geta að á meðal umfjöllunarefna myndarinnar er morð á eiginkonu.