Samnings­leysið ekki til að spara...

Sigurður Helgi Helgason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir mikinn vilja hjá ríkinu til að ná samningum við sérgreinalækna og að virkt samtal sé í gangi. Nýlega hafi tveir fundir farið fram og sá þriðji sé skipulagður í næstu viku.

„Við lítum svo á að það sé alvöru samtal í gangi. Það er ekki verið að viðhalda þessu ástandi til að spara peninga,“ segir Sigurður. Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær segir Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, að Sjúkratryggingum og Læknafélagi Reykjavíkur liggi ekki á að semja. Hægt sé að sækja peninga beint úr vasa sjúklinga í formi komugjalda.