Stjarna nær óþekkjanleg eftir 20 ára fjarveru frá Hollywood...

Kvikmyndaleikarinn Gene Hackman er nær óþekkjanlegur frá því að hann kom almenningi síðast fyrir sjónir, fyrir um tveimur áratugum síðan. Hackman er orðinn 93 ára gamall og hefur að mestu haldið sig til hlés undanfarin ár.

Hackman var um tíma ein af stórleikurum Hollywood. Í tvígang hlaut hann óskarsverðlaun. Annars vegar fyrir leik í aðalhlutverki í kvikmyndinni The French Connection árið 1972 og hins vegar fyrir aukahlutverk í vestranum Unforgiven árið 1993.

Eitt af eftirminnilegustu hlutverkum Hackman var hins vegar sem Lex Luthor, erkióvinur Súpermans, í tveimur kvikmyndum á áttunda áratugnum. Einnig lék hann í myndum á borð við Bonnie and Clyde, The Poseidon Adventure, Young Frankenstein, Mississippi Burning, Crimson Tide og Get Shorty. Alls telur ferillinn yfir 100 kvikmyndir.