Frændi Alberts stígur fram og tjáir sig: „Komið að þol­­mörkum hjá mér“...

Albert Brynjar Ingason, frændi íslenska knattspyrnumannsins Alberts Guðmundssonar sem var á dögunum ekki valinn í íslenska landsliðið, reyndi að koma frá sér hlið knattspyrnumannsins í samskiptum hans við landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í þættinum Dr. Football í dag.

Þar rakti Albert sögu frænda síns í landsliðinu frá því árið 2022 þegar að brotalamir fóru að gera vart um sig í samskiptum Alberts og Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara Íslands.

„Sko, hingað til hefur hlið Arnars bara verið í umræðunni. Ég ætla að fara yfir þessa atburðarás og eigna mér míkrófóninn núna, það er komið að þolmörkum hjá mér,” sagði Albert Brynjar um mál Alberts en hingað til hefur Albert ekki tjáð sig við fjölmiðla um málið en fyrr í dag gaf faðir hans, Guðmundur Benediktsson frá sér fyrirlýsingu.