Hefur ekkert heyrt í VG eftir úrsögn...

„Ég hef ekkert heyrt í þeim. Það segir allt sem segja þarf. Ég sá í fjölmiðlum í dag að það er missir að okkur. Auðvitað er alltaf missir að fólki í flokkum,“ segir Daníel E. Arnarsson fyrrverandi varaþingmaður VG sem sagði af sér í vikunni í kjölfar þess að nýtt útlendingafrumvarp var samþykkt.