Hve­nær berst Gunnar á morgun? - Dag­skrá UFC 286...

Gunnar Nelson mæti Bandaríkjamanninum Bryan Barberena á UFC 286 bardagakvöldinu sem fram fer í O2 höllinni í Lundúnum á morgun. Sýnt verður frá bardagakvöldinu á streymisveitunni Viaplay.

Upphitunarbardagar kvöldsins hefjast klukkan 17:00 á morgun en aðalhluti bardagakvöldsins hefst síðan klukkan 21:00.

Þar er bardagi Gunnars og Barberena sá þriðji í röðinni og gera má ráð fyrir því að hann fari fram milli klukkan 22:00 og 23:00 en það veltur samt sem áður á því hversu lengi fyrstu tveir bardagar aðalhlutans standa yfir.

Hér má sjá dagskrá bardagakvölds UFC sem vefsíðan MMA fréttir hefur tekið saman:

Aðalhluti bardagakvöldsins (hefst kl. 21:00)

Veltivigt: Leon Edwards gegn Kamaru UsmanLéttvigt: Justin Gaethje gegn Rafael FizievVeltivigt: Gunnar Nelson gegn Bryan BarberenaFluguvigt kvenna: Jennifer Maia gegn Casey O’NeillMillivigt: Marvin Vettori gegn Roman Dolidze     

ESPNews / ESPN+ upphitunarbardagar (hefjast kl. 19:00)

Fjaðurvigt: Jack Shore gegn Makwan AmirkhaniLéttvigt: Chris Duncan gegn Omar MoralesLéttvigt: Sam Patterson gegn Yanal AshmozFluguvigt: Muhammad Mokaev gegn Jafel Filho

ESPN+ / UFC Fight Pass upphitunarbardagar (hefjast kl. 17:00)

Fjaðurvigt: Lerone Murphy gegn Gabriel SantosMillivigt: Christian Leroy Duncan gegn Duško TodorovićFluguvigt: Malcolm Gordon gegn Jake HadleyFluguvigt kvenna: Joanne Wood gegn Luana CarolinaLéttvigt: Jai Herbert gegn Ľudovít KleinFluguvigt kvenna: Juliana Miller gegn Veronica Macedo