Kallaði for­sætis­ráð­herra lygara...

Kallað var að Katrínu Jakobsdóttur, formanni VG og forsætisráðherra þegar hún ávarpaði landsfund flokksins sem fer fram á Akureyri. Fundargesturinn sakaði Katrínu um lygar og bað forsætisráðherrann manninn að yfirgefa salinn.

Fundargesturinn kallaði á Katrínu að hann nennti ekki að hlusta á lygar hennar þegar hún taldi upp afrek flokksins á kjörtímabilinu. Katrín bað hann þá um að yfirgefa salinn, sem hann sagðist ætla að gera.

„Ég get ekki staðið hérna lengur. Þetta er lygi, Lindarhvolsmálið gleymist. Þú gleymdir Lindarhvoli,“ hrópaði maðurinn að formanninum. Katrín svaraði að hún væri ekki búin að tala, þá svaraði maðurinn að hann „nennti ekki að hlusta á þessa helvítis lygi í þér.“