
MR varði Hljóðnemann: Vann Gettu Betur í 23. sinn...
Menntaskólinn í Reykjavík vann sannfærandi 36-25 sigur á FSu í úrslitaviðureign Gettu Betur í kvöld og varði með því titilinn frá því í fyrra.
Menntaskólinn í Reykjavík er sigursælasti skóli keppninnar frá upphafi og var að vinna Hljóðnemann, hinn eftirsóknarverða Gettu betur verðlaunagrip í 23. sinn í kvöld.
Sigurlið MR skipuðu þau Katla Ólafsdóttir, Steinþór Snær Hálfdánarson og Davíð Birgisson.
Katla var að vinna keppnina annað árið í röð en Steinþór og Davíð voru að bera sigur úr býtum í keppninni í fyrsta sinn.