Telur skjól­stæðing sinn hafa látist við að taka sjálfu...

Módelið Jeff Thomas féll ekki fyrir eigin hendi, heldur datt hann fram af svölunum á heimili sínu í Miami þegar hann var að taka sjálfu (e. Selfie). Þetta segir umboðsmaðurinn hans Luli Batista við Daily Mail.

Fyrr í vikunni var greint frá andláti Thomas, en vitni sögðu að hann hafi stokkið fram af svölum á heimili sínu í Miami. Batista telur að það sé ekki raunin, heldur hafi Thomas látist af slysförum.