
„Þessi myndbönd eru gríðarlega óhugnanleg“...
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og barnavernd Reykjavíkur eru nú með til sérstakrar skoðunar áhættuhegðun barna í tengslum við myndbönd þar sem má sjá ungmenni beita ofbeldi og slást.
Myndböndin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum og eru á sérstökum reikningi sem er stofnaður aðeins til dreifingar á slíku efni og má þar sjá ólíka einstaklinga slást eða beita aðra ofbeldi. Í myndböndunum má einnig sjá ungmenni fylgjast með, hlæja og taka athæfið upp.
Samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefur tilkynningum um áhættuhegðun ekki fjölgað sérstaklega undanfarin ár en slík hegðun myndi flokkast undir það. Á grafinu hér að neðan má sjá að um fimm þúsund slíkar tilkynningar berast í Reykjavík á ári hverju en flestar berast þær frá lögreglu, skólakerfinu, heilbrigðisstofnunum og svo almennum borgurum.