Seðlabankinn neitar að eldhúsið kosti 3 milljarða...

Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, segir rangt hjá Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, að Seðlabankinn standi nú í þriggja milljarða króna framkvæmdum fyrir eitt eldhús.

Breki sagði í Fréttablaðinu í vikunni:

„Á meðan Seðlabankinn skapar skömm hjá þeim sem fara á sólarströnd og taka mynd af eigin tásum, er hann sjálfur í heljarinnar framkvæmdum á eigin aðstöðu.“

„Það er verið að laga eldhúsið í Seðlabankanum fyrir þrjá milljarða króna. Þarf aðhaldið ekki að byrja heima?“

Í svörum Stefáns fyrir hönd Seðlabankans segir að endurbætur við allt húsnæði Seðlabankans við Kalkofnsveg 1 hafi byrjað árið 2020 og hafi tvennt komið til.