Sögð undirbúa neyðarráðstafanir vegna yfirtöku UBS á Credit Suisse...

Yfirvöld í Sviss eru sögð undirbúa neyðarráðsstafanir til að flýta fyrir yfirtöku svissneska bankans UBS á Credit Suisse en ríkisstjórnin þar í landi kom saman á neyðarfundi í kvöld. Yfirtakan verður rædd um helgina og eru vonir bundnar við niðurstöðu fyrir mánudag. Titringur hefur verið á mörkuðum víða um heim en fjármálaráðherra segir íslenska fjármálakerfið sterkt og hefur litlar áhyggjur af áhrifum, sem gætu þó verið einhver.