Perez á ráspól en heimsmeistarinn ræsir fimmtándi...

Mexíkóski ökuþórinn Sergio Perez verður á ráspól þegar farið verður af stað í Sádí Arabíu í öðrum kappakstri tímabilsins í Formúlu 1 síðar í dag. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen, verður hins vegar fimmtándi í rásröðinni.