Vill ekki fegra hlutina með list sinni: „Mikilvægt að segja allan sannleikann“...

„Mér hefur alltaf fundist það svo mikilvægur partur af því að vera til að segja allan sannleikann,“ segir myndlistarkonan Sigga Björg Sigurðardóttir. Hún stendur fyrir sýningunni Andardráttur á glugga á Ásmundarsafni, þar sem verk hennar tala við verk Ásmundar Sveinssonar. Sýningin var valin ein af áhugaverðustu myndlistarsýningum Norðurlandanna árið 2023 af tísku-og lífstílstímaritinu Vogue Scandinavia. Sigga Björg er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst.