Er gjörsamlega niðurbrotinn...

Aaron Rodgers, einn besti leikstjórnandi NFL-deildarinnar í ruðningi, leikur ekkert meira með New York Jets á tímabilinu vegna meiðsla. Rodgers meiddist í sínum fyrsta leik með liðinu, þegar hann sleit hásin snemma leiks gegn Buffalo Bills.