Dramatískt jafn­tefli hjá FH í Grikk­landi...

FH gerði 32-32 jafntefli við Diomidis Argous frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag. Það er því allt undir fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á morgun. Sá leikur fer einnig fram í Grikklandi.