Ætli við höfum ekki átt tuttugu skot á mark Vals...

„Mér finnst bara súrt að tapa og ná ekki að skora því við fáum mörg tækifæri til þess, ætli við höfum ekki átt eitthvað um tuttugu skot á mark Vals en þetta var ekki okkar dagur til að skora,“ sagði Guðmundur Kristjánsson fyrirliði Stjörnunnar sem þurfti að lúta í gras gegn Val að Hlíðarenda í kvöld er leikið var í efri hluta efstu deildar karla í fótbolta.