
„Skoðunarferðir eru ekki eitthvað sem konur hafa þörf fyrir“...
Talibanar hafa bannað konum að heimsækja Band-e-Amir þjóðgarðinn í Bamiyan héraðinu. Munu öryggissveitir sjá um að framfylgja banninu. Sky News skýrir frá þessu og segir að Mohammad Khalid Hanafi, ráðherra siðferðismála, hafi tekið þessa ákvörðun í kjölfar heimsóknar hans í þjóðgarðinum. Hann sagði að konur, sem voru í þjóðgarðinum, hafi ekki klæðst hijab á réttan hátt og því verði þeim meinaður aðgangur að honum í framtíðinni. Lesa meira …