Ákærð fyrir ræktun, innflutning fíkniefna og þvætti...

Karlmaður og kona á fertugsaldri hafa verið ákærð af embætti héraðssaksóknara í tengslum við fíkniefna- og peningaþvættismál. Karlmaðurinn er ákærður fyrir að hafa haft kannabisplöntur og kannabisefni í fórum sér, fyrir innflutning á kókaíni og fyrir að hafa þvættað tæplega 50 milljónir króna andvirði fíkniefnasölunnar. Konan er hins vegar ákærð fyrir hluta af fíkniefnabrotunum og fyrir að hafa tekið þátt í að þvætta 7,5 milljónir.