Gætu þurft að vera „selektívari“ á nemendur...

Forseti landssamtaka íslenskra stúdenta fagnar því að vinna við endurskoðun á fjármögnun háskólanna sé farin af stað. Fjármagnsdrifið kerfi veki þó upp ýmsar spurningar, til að mynda um hvort það muni leiða til aukinnar aðgangsstýringar. Forseti stúdentaráðs Háskóla Íslands tekur í sama streng, en segir jafnframt nauðsynlegt að bæta stuðningskerfið við nemendur.