Hækkandi vaxta­munur hefur ekki ýtt undir inn­flæði fjár­magns í ríkis­bréf...

Miklar hækkanir á vöxtum Seðlabankans vegna þrálátrar verðbólgu og hárra verðbólguvæntinga hefur valdið því að skammtímavaxtamunur Íslands gagnvart stærstu myntsvæðum heimsins hefur sjaldan verið meiri í mörg ár. Þrátt fyrir að vaxtamunurinn hafi meðal annars liðlega tvöfaldast á móti Bandaríkjunum frá áramótum hefur það ekki haft í för með sér innflæði fjármagns í ríkisbréf svo neinu nemur.