Innbrotsþjófurinn var að rista sér brauð...

Forstjóri fyrirtækis í iðnaðarhverfi í Hafnarfirði lenti í kröppum dansi ásamt bróður sínum þegar þeir komu til vinnu í morgun. Mættu þeir þar óboðnum gesti sem hafði hreiðrað um sig á kaffistofu fyrirtækisins og var að rista sér brauðsneið.