Styrking krónu á eftir að koma fram í vöruverði...

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði á dögunum með forsvarsmönnum dagvöruverslana. Tilefnið var að kanna hvenær neytendur ættu von á því að styrking krónunnar fari að skila sér í lægra vöruverði á innfluttum aðföngum.