Tekinn fyrir kókaín í póstsendingu frá Hollandi...

Rúmlega fimmtugur hollenskur karlmaður hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir tilraun til innflutnings á einu kílói af kókaíni frá Hollandi. Voru efnin með 82-83% styrkleika og voru falin í pappakassa sem kom í póstsendingu til landsins.