Heimilið eins og hótelsvíta...

Heimilisþættirnir Bætt um betur á Stöð 2 eru stútfullir af hugmyndum fyrir fólk í framkvæmdum. Piparsveinaíbúðin í Kópavogi sem tekin var fyrir í öðrum þætti er skemmtilegt dæmi um hvernig má útfæra heimilið eins og notalega hótelsvítu með mildum litum, listum og síðum gluggatjöldum.