Kvöld­fréttir Stöðvar 2...

Netverslun áfengis er mikið áhyggjuefni að sögn læknis hjá SÁÁ. Áfengisneysla hefur tæplega tvöfaldast á síðustu fjörutíu árum hér á landi og fjöldi þeirra sem drekkur daglega rúmlega þrefaldast. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og kemur Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í myndver til að ræða frumvarp um áfengisverslun.