Lykilatriði að kerfið verði vel fjármagnað...

Rektor Háskóla Íslands segir nýtt reiknilíkan sem nota á við út­hlut­un fjár­magns til há­skóla fagnaðarefni, en lykilatriði að það verði vel fjármagnað. Hann segir stóru breytinguna felast í loknum einingum í stað þreyttra og telur mikilvægt að áframhaldandi vinna verði unnin tiltölulega hratt.