Leik lokið: Valur - Steaua 36-30 | Vals­menn á leið í undan­úr­slit í Evrópu­keppni...

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF keppni karla með 36-30 sigri gegn rúmenska félaginu CSA Steaua Bucuresti Hlíðarenda. Gestirnir frá Rúmeníu áttu aldrei möguleika og Valsmenn léku á alls oddi. Alexander Petersson var markahæstur með átta mörk úr átta tilraunum. Samtals sjö marka sigur úr einvígi liðanna. Umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Vísi síðar í kvöld.