Valur í undanúrslit Evrópubikarsins...

Leikur liðanna í kvöld fór fram á heimavelli Vals að Hlíðarenda að viðstöddu fjölmenni. Valur hafði eins marks forskot eftir fyrri leik liðanna í Rúmeníu um síðustu helgi.Valur tók snemma forystuna á heimavelli sínum og réði Steaua ekkert við hraða þeirra rauðklæddu. Að loknum fyrri hálfleik var staðan 21-12.Steaua náði svo ekki að brúa þetta bil í síðari hálfleik og þegar yfir lauk hafði Valur skorað 36 mörk gegn 30 og vann því einvígi liðanna samanlagt 72-65.Valsliðið er því komið í undanúrslit keppninnar en þau verða leikinn 20. og 27. apríl. Þar bíður annar rúmenskur andstæðingur því Valur mætir Minaur Baia Mare í undanúrslitunum. Þetta er í annað sinn á sjö árum sem Valur kemst á þetta stig keppninnar. Valur komst í undanúrslit vorið 2017, en þá hét keppnin Áskorendabikar Evrópu. Þar strandaði liðið á Potaissa Turda, enn einu rúmensku liði.