Dagbjartur töluvert frá sínu besta
Dagbjartur töluvert frá sínu besta...

Dagbjartur var að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti. Hann átti lengst 79,57 metra frá Meistaramóti Íslands 2021 en í ár hafði hann lengst kastað 74,45 metra. Dagbjartur keppti í kasthópi A í dag en keppt er í tveimur hópum og 15 þátttakendur í hvorum þeirra. Hér má sjá fyrsta kastið hans í lýsingu Sigurbjörns Árna Arngrímssonar. Fyrsta kastið var upp á 70,44 metra og reyndist hans besta því annað kastið var ógilt og það þriðja 68,09 metrar. Hann varð fjórtándi í kasthópi A og komst ekki áfram í úrslitakeppnina á morgun. Til þess þurfti að kasta 82 metra eða vera meðal tólf efstu. Sindri Hrafn Guðmundsson keppir í kasthópi B og keppni hefst kl. 12:25 í beinni á RÚV.